Erlent

Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini.

Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×