Allt í tómu tjóni hjá Rangers | vafasöm viðskiptaflétta 21. febrúar 2012 11:45 Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Getty Images / Nordic Photos Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu. Craig Whyte keypti um 85% hlut í Rangers af Sir David Murray í maí á s.l. ári. Samningurinn var með þeim hætti að Whyte tók yfir 18 milljóna punda skuldir félagsins – sem nemur um 3,5 milljörðum kr. Whyte greiddi aðeins 1 pund fyrir félagið með formlegum hætti, eða sem nemur 200 kr. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Craig Whyte hafi í kjölfarið gert samkomulag við miðasölufyrirtækið Ticketus sem keypti alla ársmiða á heimaleiki Rangers til næstu fjögurra ára. Ticketus greiddi Whyte um 24 milljónir punda fyrir réttinn og þetta gerðist aðeins fjórum vikum áður en Whyte eignaðist félagið. Ticketus greiddi um 4,7 milljarða kr. fyrir miðasöluréttinn og svo virðist sem að Whyte hafi notað það fé í samningaviðræðum við Lloyds bankann í söluferlinu þegar hann eignaðist félagið. Whyte notaði síðan skattpeninga starfsmanna félagsins í rekstur félagsins og safnaði þar með upp um tveggja milljarða kr. skattaskuld sem varð til þess að félagið er nú komið í greiðslustöðvun. Skattaskuldin er ekkert grín og svo gæti farið að Rangers þyrfti greiða allt að 15 milljarða kr. í skatt þegar málið verður gert upp. Rangers er nú 17 stigum á eftir Celtic en 10 stig voru dregin af Rangers þegar liðið fór í greiðslustöðvun. Hinn 41 árs gamli Whyte hefur ekki látið mikið á sér bera að undanförnu og stuðningsmenn Rangers hugsa honum þegjandi þörfina. Hann hefur ekki mætt á leik hjá félaginu frá því að það fór í greiðslustöðvun. Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
Craig Whyte, aðaleigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers, er í tómum vandræðum enda er hið fornfræga knattspyrnufélag komið í greiðslustöðvun. Fjárhagur liðsins er í rúst og svo virðist sem að Whyte hafi átt stóran þátt í því. Whyte þarf nú að svara ýmsum spurningum og það lítur út fyrir að hann hafi eignast félagið með mjög vafasamri viðskiptafléttu. Craig Whyte keypti um 85% hlut í Rangers af Sir David Murray í maí á s.l. ári. Samningurinn var með þeim hætti að Whyte tók yfir 18 milljóna punda skuldir félagsins – sem nemur um 3,5 milljörðum kr. Whyte greiddi aðeins 1 pund fyrir félagið með formlegum hætti, eða sem nemur 200 kr. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Craig Whyte hafi í kjölfarið gert samkomulag við miðasölufyrirtækið Ticketus sem keypti alla ársmiða á heimaleiki Rangers til næstu fjögurra ára. Ticketus greiddi Whyte um 24 milljónir punda fyrir réttinn og þetta gerðist aðeins fjórum vikum áður en Whyte eignaðist félagið. Ticketus greiddi um 4,7 milljarða kr. fyrir miðasöluréttinn og svo virðist sem að Whyte hafi notað það fé í samningaviðræðum við Lloyds bankann í söluferlinu þegar hann eignaðist félagið. Whyte notaði síðan skattpeninga starfsmanna félagsins í rekstur félagsins og safnaði þar með upp um tveggja milljarða kr. skattaskuld sem varð til þess að félagið er nú komið í greiðslustöðvun. Skattaskuldin er ekkert grín og svo gæti farið að Rangers þyrfti greiða allt að 15 milljarða kr. í skatt þegar málið verður gert upp. Rangers er nú 17 stigum á eftir Celtic en 10 stig voru dregin af Rangers þegar liðið fór í greiðslustöðvun. Hinn 41 árs gamli Whyte hefur ekki látið mikið á sér bera að undanförnu og stuðningsmenn Rangers hugsa honum þegjandi þörfina. Hann hefur ekki mætt á leik hjá félaginu frá því að það fór í greiðslustöðvun.
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúnna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira