Erlent

Fjöldamorð í Sýrlandi í gær

BBI skrifar
Borgarar skoða stríðstæki stjórnarhersins í Sýrlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Borgarar skoða stríðstæki stjórnarhersins í Sýrlandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Enn berast fréttir af fjöldamorðum í Sýrlandi. Uppreisnarmenn segja stjórnarliða hafa drepið 78 manns í gær, þar á meðal konur og börn. Stjórnarliðar þvertaka fyrir það en segja hryðjuverkamenn aftur á móti hafa drepið níu manns. Hvorug sagan hefur fengist staðfest.

Þessar ásakanir berast innan við tveimur vikum eftir að stjórnarherinn slátraði 108 manns í Houla. Árásin á að hafa átt sér stað í þorpinu Qubair, 20 km norðvestur af borginni Hama.

Umfjöllun BBC um árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×