Erlent

Enskir embættismenn sniðganga EM

BBI skrifar
Júlía Tymoshenko
Júlía Tymoshenko
Embættismenn í Bretlandi ætla ekki að mæta á leiki Englands á EM sem hefst í Úkraínu á morgun. Meðferðin á Júlíu Tymoshenko, mannréttindamálum og ótta við rasisma eru helstu ástæðurnar.

Englendingar eru ekki fyrsta þjóðin sem gefur út yfirlýsingar af þessum toga. Angela Merkel, kannslari Þýskalands, hefur þegar gefið út að ríkisstjórn hennar muni ekki mæta á keppnina. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur sömuleiðis boðað fjarveru sína auk annarra þjóðarleiðtoga.

Í tilkynningu frá ríkisstjórn Bretlands segjast þeir þrátt fyrir allt styðja þáttöku Englendinga í keppninni fullkomlega. Þeir sjái sér þó ekki fært að mæta vegna réttlætismála.

Júlía Tymoshenko, stjórnarandstöðuleiðtogi og fyrrverandi forsætisráðherra, var fangelsuð til sjö ára síðasta október. Hún fór í hungurverkfall í apríl eftir að myndir birtust af henni og sárum á líkama hennar. Henni er um þessar mundir haldið í borginni Kharkiv, þar sem nokkrir leikir á EM munu fara fram.

Stjórnvöld í Úkraínu hafa brugðist ókvæða við þessum yfirlýsingum og sakað evrópuríkin um „kaldastríðs hugsunarhátt".

Umfjöllun The Guardian um málið.


Tengdar fréttir

Júlía Tymoshenko komin í hungurverkfall

Júlía Tymoshenko fyrrum forsætisráðherra Úkraníu er komin í hungurverkfall í fangelsinu þar sem hún afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir að hafa misbeitt valdi sínu þegar hún var ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×