Kári Árnason hefur gert tveggja ára samning við enska D-deildarliðið Rotherham en hann lék síðast með Aberdeen í Skotlandi.
Fram kemur á heimasíðu Rotherham að Steve Evans, stjóri liðsins, hafi fylgst með Kára spila með íslenska landsliðinu gegn Frakklandi í lok síðasta mánaðar en Kári hefur verið byrjunarliðsmaður þremur síðustu leikjum Íslands.
Evans segist hafa fylgst með Kára síðan hann spilaði með Plymouth í ensku B-deildinni. Kári hóf atvinnumannaferilinn í Svíþjóð árið 2004 er hann samdi við Djurgården. Hann hefur einnig spilað með AGF og Esbjerg í Danmörku, Plymouth og Aberdeen.
Kári til liðs við Rotherham
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
