Lífið

Lana Del Rey andlit H&M

Andlit H&M Lana Del Rey gæti verið nýtt andlit H&M.
Andlit H&M Lana Del Rey gæti verið nýtt andlit H&M. nordicphotos/getty
Söngkonan Lana Del Rey gæti orðið næsta andlit tískurisans H&M ef marka má frétt Page Six. Sé fréttin rétt mun Del Ray feta í fótspor fyrirsæta á borð við Dariu Werbowy, Söshu Pivovarovu og Liyu Kebede.

Del Rey, sem heitir réttu nafni Elizabeth Woolridge Grant, skaust upp á stjörnuhimininn með smellinum Video Games í lok síðasta árs og hefur síðan þá verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðum og tískuhúsum á borð við Mulberry sem nefndi tösku eftir söngkonunni. Page Six segir H&M ætla að mynda auglýsingaherferð með Del Ray í New York á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.