Anders Limpar líkir George Graham við Saddam Hussein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2012 23:30 George Graham. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001.
Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira