Íslenski boltinn

U19 ára stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lára Kristín (önnur frá vinstri) ásamt liðsfélögum sínum á La Manga fyrr í mars.
Lára Kristín (önnur frá vinstri) ásamt liðsfélögum sínum á La Manga fyrr í mars. Facebooksíða KSÍ
Íslenska landsliðið skipað stelpum 19 ára og yngri gerði 1-1 jafntefli gegn Hollandi í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lára Kristín Pedersen, leikmaður Aftureldingar, skoraði mark Íslands.

Á heimasíðu KSÍ kemur fram að íslenska liðið hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Lára Kristín kom íslensku stelpunum yfir á 35. mínútu en Hollendingar jöfnuðu metin tólf mínútum fyrir leikslok.

Ísland mætir Rúmeníu á mánudaginn. Rúmenska liðið lagði stöllur sínar frá Frakklandi nokkuð óvænt í dag 1-0.

Nánari umfjöllun um leikinn má sjá á heimasíðu KSÍ með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×