Enski boltinn

Roy Hodgson ráðinn þjálfari enska landsliðsins

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Roy Hodgson, nýjasti landsliðsþjálfari Englendinga.
Roy Hodgson, nýjasti landsliðsþjálfari Englendinga.
Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Roy Hodgson hafi verið ráðinn sem þjálfari enska landsliðins. Hodgson er ráðinn til fjögurra ára og nær samningur hans því yfir næstu þrjú stórmót. Hann mun því undir eðlilegum kringumstæðum stýra liðinu á Evrópumótinu í sumar, Heimsmeistaramótinu sem haldið verður árið 2014 og Evrópumótinu 2016.

Roy Hodgson hefur farið á víða á ferlinum en hann hefur meðal annars þjálfað landslið Sviss, Finnlands og Arabísku furstadæmana. Einnig hefur hann stýrt félagsliðum á borð við Blackburn Rovers, Inter Milan, Udinese, Fulham, Liverpool og nú síðast West Bromwich Albion.

Enska knattspyrnusambandið er með blaðamannafund klukkan þrjú í dag, þar sem ráðning Hodgson verður opinberlega tilkynnt.

Vísir mun fjalla frekar um ráðninguna þegar líða tekur á daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×