Enski boltinn

Pulis: Mjög sáttir með að taka fjögur stig af Liverpool á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Tony Pulis, stjóri Stoke City, var ánægður með markalaust jafntefli á móti Liverpool á Anfield í dag en Liverpool-liðið tapaði þarna enn einu sinni stigum á heimavelli á móti liði sem er neðar í töflunni.

„Við sáum að Liverpool ætlaði að spila með þrjá miðverði og vorum fljótir að gera smá breytingar á okkar uppstillingu. Strákarnir voru fljótir að átta sig á þeim og skiluðu sínu frábærlega," sagði Tony Pulis.

„Liverpool er með mjög gott lið svo að þetta eru frábær úrslit fyrir okkur. Við erum mjög sáttir með að hafa náð í fjögur stig á móti Liverpool á tímabilinu," sagði Pulis.

„Sóknarleikurinn okkar olli nokkrum vonbrigðum því við komust oft í lofandi aðstæður en töpuðum þá ítrekað boltanum," sagði Pulis.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×