Enski boltinn

Stjóri Blackburn þorir ekki að fara í miðbæinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steve Kean.
Steve Kean. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steve Kean, stjóri Blackburn Rovers, treystir sér ekki til að fara niður í miðbæ Blackburn, vegna óvinsælda sinna meðal stuðningsmanna félagsins. Stuðningsmennirnir voru ósáttir með að indversku eigendurnir ráku Sam Allardyce og réðu Kean í staðinn. Slakt gengi liðsins hefur heldur ekki hjálpað til.

„Þetta er virkilega leiðinlegt," sagði Steve Kean við Daily Mail. „Ég bý á svæðinu en get ekki farið út úr húsi í Blackburn. Maður veit aldrei í hvernig aðstæður maður gengið inn í," sagði Kean.

„Ég vona að þetta fari nú að breytast og ég sá mun í leiknum á móti Stoke í síðustu viku. Stuðningsmennirnir voru frábærir í þeim leik en þetta er engin óskastaða, hvorki fyrir mig né leikmennina," sagði Kean.

Blackburn er eitt á botni ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá öruggi sæti en fær Fulham í heimsókn í dag. Liðið tapaði naumlega fyrir Stoke í síðasta leik en hafði áður unnið mjög óvæntan sigur á Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×