Enski boltinn

Hermann á leið á frjálsri sölu til Coventry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Hermann Hreiðarsson hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik fyrir Portsmouth en það kemur fram í staðarblaðinu í Portmouth að hann sé að ganga frá félagsskiptum yfir til Coventry. Samkvæmt heimildum blaðsins verður gengið frá þessum um helgina en Hermann var ekki með í tapi Portsmouth á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Samningur Hermanns við Portsmouth rennur út í vor en hann hefur spilað með félaginu frá árinu 2007. Hermann verður 38 ára gamall í sumar og hefur ýmist spilað sem miðvörður eða vinstri bakvörður. Hann hefur aðeins spilað tvo leiki með Portsmouth á þessu tímabili.

Hermann er því ekki inn í framtíðarplönum Michael Appleton, stjóra Portsmouth, auk þess að Appleton fær ekki að kaupa nýjan leikmann til félagsins nema ef að hann láti leikmann fara í staðinn.

Hermann hefur átt flottan tíma hjá Portsmouth, varð enskur bikarmeistari með félaginu og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnunum.

Hermann mun þarna spila fyrir sitt sjöunda félag í Englandi en hann hefur einnig verið hjá Charlton, Ipswich, Wimbledon, Brentford og Crystal Palace.

Staða Coventry er allt annað en glæsileg en liðið er í neðsta sæti ensku b-deildarinnar og vantar sjö stig til að komast upp úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×