Enski boltinn

Kalou er ekki að hugsa um nýjan samning

Kalou á ferðinni í gær.
Kalou á ferðinni í gær.
Framherji Chelsea, Salomon Kalou, segist ekki vera að hugsa um að tryggja sér nýjan samning hjá félaginu heldur ætli hann að njóta þess að spila fótbolta til enda tímabilsins.

Kalou verður samningslaus í sumar og hefur Chelsea ekki enn rætt við hann um að framlengja þann samning. Kalou er búinn að spila rúmlega 240 leiki fyrir félagið og skora 60 mörk en hann kom frá Feyenoord árið 2006.

"Mér finnst ekki skipta mestu máli að berjast fyrir nýjum samningi. Frekar að njóta mín með liðinu og reyna að hjálpa því að vinna þá leiki sem eftir eru," sagði Kalou en hann skoraði sigurmarkið gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×