Lífið

Kelerí í Hollywood

Myndir/Cover media
Leikkonan Renee Zellweger, 43 ára, hætti í mars á þessu ári með leikaranum Bradley Cooper og hefur ekki fundið ástina síðan en nú eru kaflaskil hjá leikkonunni því hún virðist vera ástfangin upp fyrir haus af Doyle Bramhall sem hún kyssti og knúsaði á LAX flugvellinum í gær.
Doyle er á sama aldri og Renee. Hann er tónlistarmaður og hefur spilað með Eric Clapton í mörg ár. Hann átti fyrir stuttu í ástarsambandi við enga aðra en Sheryl Crow.
Bæði reyndu að fela sig bak við sólgleraugu en allt kom fyrir ekki - þau þekktust, voru mynduð og nú veit allur slúðurheimurinn að þau eru ástfangin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.