Glæsimenni og glaumgosar geisluðu á Herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar 6. desember 2012 16:30 Myndir/Vilhelm Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira