Fótbolti

Aoyamas skoraði og skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna

Heimsmeistaramót félagsliða í knattspyrnu fer fram þessa dagana í Japan. Mótið hefur ekki fengið mikla athygli en þar skoraði Toshihiro Aoyamas leikmaður Sanfreece Hiroshimas merkilegt mark í 1-0 sigri liðsins gegn áhugamannaliðinu Auckland City.

Í fyrsta sinn í sögunni var marklínutæknibúnaður notaður í opinberum leik og gátu dómarar leiksins nýtt sér þá tækni. Markið sem Aoyamas skoraði á 66. mínútu var alls ekki umdeilt – boltinn þandi netmöskvana og fór því svo sannarlega yfir marklínuna.

Samkvæmt frétt Sky komu ekki upp nein vandamál varðandi tæknibúnaðinn á meðan leikurinn fór fram. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, mun prófa tvær gerðir af marklínutæknibúnaði á þessu móti en í þessum leik var „GoalRef" útbúnaðurinn notaður. Þar sem að örgjörvar eru í keppnisboltanum. Hawk Eye útbúnaðurinn verður einnig prófaður hjá FIFA en í myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá nánari útskýringar á því hvernig þetta virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×