Lausnin er að rukka fyrir öll bílastæði Höskuldur Kári Schram skrifar 27. nóvember 2012 20:56 Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli. Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli.
Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent