Lausnin er að rukka fyrir öll bílastæði Höskuldur Kári Schram skrifar 27. nóvember 2012 20:56 Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli. Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli.
Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09