Lausnin er að rukka fyrir öll bílastæði Höskuldur Kári Schram skrifar 27. nóvember 2012 20:56 Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli. Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að besta leiðin til að breyta ferðavenjum borgarbúa sé að setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, auka almenningssamgöngur og þétta byggð. Búist er við auknum umferðarþunga á Hringbraut á næsta ári þegar smíði nýs Landspítala hefst. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar mun væntanlega afgreiða á morgun deiliskipulag vegna nýs Landspítala við Hringbraut. Um átta hundruð athugasemdir hafa borist frá íbúum vegna málsins en margir óttast að umferð á svæðinu muni þyngjast verulega á framkvæmdatíma og eftir að starfsemi spítalans kemst á skrið. Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði, hefur gagnrýnt það byggingamagn sem skipulagið gerir ráð fyrir. „Við erum að byggja svo miklu miklu meira og sem dæmi þá erum við að byggja tvo borgarspítala bara fyrir bílastæðahús þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu mikla umferð það dregur inn á reitinn. Það er mjög skiljanlegt að íbúarnir í nágrenninu hafi af því áhyggjur," segir Gísli Marteinn. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær gera spár ráð fyrir því að umferðarþungi vestan Kringlumýrarbrautar muni aukast um allt að þrjátíu prósent til ársins 2030 . Eina leiðin til að koma í veg fyrir þessa þróun er að breyta ferðavenjum borgarbúa. „Leiðin til þess að breyta ferðavenjum er meðal annars sú að fella niður öll bílastæði sem eru ógjaldskyld, þ.e. setja gjaldskyldu á öll bílastæði í miðborginni, við spítalann, spítalana, háskólana og svo framvegis," segir Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs. „Það er að auka almenningssamgöngur og þétta borgina inn á við þannig að fleiri eigi þess kost að búa vestast í borginni þar sem eru stystar vegalengdir því þar eru langflest starfandi fyrirtæki." Gísli telur að umferð á svæðinu muni þyngast strax á næsta ári. „Ég vek athygli á því að í þessum útreikningum öllum þá er sjaldnast tekið tillti til þess hvernig ástandið verður þegari framkvæmdirnar byrja. Hvert munu allir vörubílarnir keyra með moldina - með þessi tonn sem munu koma upp úr grunninum? Fer það allt saman í gegnum Hlíðarnar? og eys svifryki yfir fólkið þar? Ekkert af því er ljóst en samt á að samþykkja þetta á morgun," segir Gísli.
Tengdar fréttir Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Umferðarþungi í borginni eykst Mikilvægt þykir að breyta ferðavenjum borgarbúa. 26. nóvember 2012 21:09