Fótbolti

Jón Daði og Garðar í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson.
Þrír leikmenn hafa dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir vináttulandsleikinn gegn Andorra á miðvikudaginn.

Þeir Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Ragnar Sigurðsson eiga allir við meiðsli að stríða og verða því áfram hja sínum félögum.

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hefur því kallað á Jón Daða Böðvarsson, leikmann Selfoss, og Stjörnumanninn Garðar Jóhannsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×