Íslenski boltinn

Scholz fer til Lokeren

Scholz í leik gegn Fylki í sumar.
Scholz í leik gegn Fylki í sumar.
Daninn Alexander Scholz er á förum frá Stjörnunni til belgíska liðsins Lokeren eftir aðeins eitt ár í herbúðum Stjörnunnar.

"Ég fer til Belgíu á morgun og fer þar í læknisskoðun. Í kjölfarið skrifa ég vonandi undir samning," sagði Scholz í Boltanum á X-inu 977.

Stjarnan og Lokeren hafa þegar komist að samkomulagi um kaupverð þannig að allt er klárt nema læknisskoðunin.

"Ég fór til félagsins á reynslu um daginn og það gekk ótrúlega vel. Mér líst vel á félagið og held að þetta sé gott skref fyrir mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×