Tveir slösuðust og voru fluttir á slysadeild Landsspítalans, eftir að bíll þeirra valt úr af Grindavíkurvegi í gærkvöldi. Hvorugur þeirra meiddist alvarlega.
Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku. Víða varð hált á suðvesturlandi eftir að þar fór að ganga á með éljum í gærkvöldi og urðu nokkrir árekstrar á höfuðborgarsvæðinu, en hvergi alvarlegt slys, eftir því sem best er vitað.
Tveir á slysadeild eftir bílveltu
