Fótbolti

Wilshere valinn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, er kominn í enska landsliðið á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, hefur valið leikmannahópinn fyrir vináttuleik gegn Svíum síðar í þessum mánuði.

Wilshere spilaði síðast fyrir enska landsliðið fyrir rúmu ári síðan en byrjaði að spila með Arsenal á ný í síðasta mánuði.

Leon Osman, leikmaður Everton, var einnig valinn að þessu sinni sem og þeir Raheem Sterling og Jonjo Shelvey hjá Liverpool.

Þá var Fraser Forster, markvörður Celtic, valinn í hópinn.

Steven Gerrard mun væntanlega spila sinn 100. landsleik.

Hópurinn:

Markverðir:

Fraser Forster (Celtic), Joe Hart (Manchester City), John Ruddy (Norwich City).

Varnarmenn:

Leighton Baines (Everton), Ryan Bertrand (Chelsea), Gary Cahill (Chelsea), Steven Caulker (Tottenham Hotspur), Phil Jagielka (Everton), Glen Johnson (Liverpool), Ryan Shawcross (Stoke City), Kyle Walker (Tottenham Hotspur).

Miðvallarleikmenn:

Tom Cleverley (Manchester United), Steven Gerrard (Liverpool), Aaron Lennon (Tottenham Hotspur), Leon Osman (Everton), Jonjo Shelvey (Liverpool), Raheem Sterling (Liverpool), Theo Walcott (Arsenal), Jack Wilshere (Arsenal), Ashley Young (Manchester United).

Framherjar:

Wayne Rooney (Manchester United), Daniel Sturridge (Chelsea), Daniel Welbeck (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×