Erlent

Sandy hefur kostað 14 manns lífið, eignartjón er gífurlegt

Ofurstormurinn Sandy hefur þegar kostað 14 manns lífið í sex ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna og valið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni.Nær milljón manns hefur neyðst til þess að yfirgefa heimili sín undan Sandy en talið er að stormurinn geti haft áhrif á líf um 50 milljóna manna vegna flóða, rafmagnsleysis og skemmda á híbýlum. Flestir þeirra sem farist hafa lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum í storminum.Sandy gekk á landi í New Jersey um kvöldmatarleytið í gærkvöldi að staðartíma. Heldur hefur dregið úr vindstyrk Sandy sem flokkast ekki lengur sem fellibylur þótt vindhviður nái enn fellibylsstyrk.Gífurleg úrkoma fylgir storminum og mikil ölduhæð. Þannig mældist ölduhæðin við Manhattan nær 5 metrar og er það met eða tæplega metra hærra en á sjötta áratugnum þegar fellibylurinn Donna gekk þar yfir. Bílastæðahús og neðanjarðarlestargöng eru yfirfull af vatni. Bílar fljóta um götur Atlantic borgar.Sandy hefur valdið víðtæku rafmagnsleysi þar sem stormurinn herjar. New York er meir og minna í myrkri sökum þess og rýma þurfti eitt af sjúkrahúsum borgarinnar og flytja um 200 sjúklinga annað. Talið er að 6,5 milljónir manna séu nú án rafmagns.Allar almenningssamgöngur og flestar flugsamgöngur liggja niðri í borgunum New York. Boston, Washington, Baltimore og Philadephíu. Ljóst er að eignartjón verður gífurlegt og talið að það geti orðið á bilinu 10 til 20 milljarðar dollara, eða allt upp í 2500 milljarða króna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.