Glæsilegt blað hjá Þórunni Högna 12. október 2012 10:30 Þórunn Högna Högnadóttir ritstjóri NUDE Home. NUDE HOME er komið út en um er að ræða nýtt tímarit um heimili, hönnun, mat og vín. Blaðið er gefið út af Origami ehf. sem er útgáfufyrirtæki NUDE magazine sem komið hefur út frá árinu 2010. Þetta fyrsta tölublað af NUDE HOME er 154 síður að stærð. Ritstjóri blaðsins er Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður, sem er fyrrverandi ritstjóri sjónvarpsþáttarins Innlit/Útlit. Í þessu fyrsta blaði er fjölbreytt efni þar sem áhersla er lögð á danska hönnun. Lesendur fá yfirlit yfir helstu hönnunarverslanir sem gaman er að heimsækja í Kaupmannahöfn og íslenskir arkitektar segja frá danskri hönnun sem er í uppáhaldi hjá þeim. Farið er í heimsóknir til Oliver Gustav í 18. aldar bruggverksmiðju við Kongens Nytorv og á veitingastaðinn Noma í Kaupmannahöfn sem er þekktur fyrir framúrstefnulega matargerð. Einnig er sumarhús fimm manna íslenskrar fjölskyldu skoðað, kíkt á vinnustofu ELLU í Ingólfsstræti og margt margt fleira. Áætlað er að næsta tölublað komi út seinni partinn í nóvember.Sjá NUDE Home hér!Fyrsta forsíða NUDE HomeInnnlit á vinnustofu Ellu er meðal þess sem sjá má í blaðinu. Hús og heimili Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
NUDE HOME er komið út en um er að ræða nýtt tímarit um heimili, hönnun, mat og vín. Blaðið er gefið út af Origami ehf. sem er útgáfufyrirtæki NUDE magazine sem komið hefur út frá árinu 2010. Þetta fyrsta tölublað af NUDE HOME er 154 síður að stærð. Ritstjóri blaðsins er Þórunn Högnadóttir, stílisti og blaðamaður, sem er fyrrverandi ritstjóri sjónvarpsþáttarins Innlit/Útlit. Í þessu fyrsta blaði er fjölbreytt efni þar sem áhersla er lögð á danska hönnun. Lesendur fá yfirlit yfir helstu hönnunarverslanir sem gaman er að heimsækja í Kaupmannahöfn og íslenskir arkitektar segja frá danskri hönnun sem er í uppáhaldi hjá þeim. Farið er í heimsóknir til Oliver Gustav í 18. aldar bruggverksmiðju við Kongens Nytorv og á veitingastaðinn Noma í Kaupmannahöfn sem er þekktur fyrir framúrstefnulega matargerð. Einnig er sumarhús fimm manna íslenskrar fjölskyldu skoðað, kíkt á vinnustofu ELLU í Ingólfsstræti og margt margt fleira. Áætlað er að næsta tölublað komi út seinni partinn í nóvember.Sjá NUDE Home hér!Fyrsta forsíða NUDE HomeInnnlit á vinnustofu Ellu er meðal þess sem sjá má í blaðinu.
Hús og heimili Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira