Dæmi um að geðfatlaður hafi tekið smálán upp á aðra milljón Hugrún Halldórsdóttir skrifar 13. október 2012 19:05 Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. Anna Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi á Kleppi segir sjúklingana eiga það sameiginlegt að hafa lítið á milli handanna og vera á örorku eða félagsbótum. Þeir eigi jafnvel ekki kost á því að fá lán á sama hátt og aðrir, því nýti þeir sér skyndilánin sem í boði eru. „Það er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt að þetta sé eina leiðin fyrir þetta fólk til þess að fá auka ráðstöfunartekjur til að ná að lifa út mánuðinn," segir Anna Guðrún. „Ég hef séð dæmi um það að fólk er með smálán hjá jafnvel öllum 5 fyrirtækjunum og kannski 3 lán hjá hverju fyrirtæki og þá er skuldin kannski komin upp í að ganga 300 þúsund hjá hverju fyrirtæki fyrir sig." Þegar svo er komið verður erfitt að semja um mánaðarlegar afborganir og hafa sjúklingarnir þá áhyggjur af því að smálánafyrirtækin geti farið inn á reikninga þeirra og sótt þann litla pening sem þar er fyrir. „Þau eru í miklum kvíða og hafa miklar áhyggjur af því hvernig þau geta snúið sér í því að borga þetta niður og þá leita þeir til okkar," segir Anna Guðrún. Þá eiga margir sjúklingar erfitt með að hætta að taka smálán. „Af því að ég geri kröfu um það að fólk hætti að taka lánin til þess að það sé hægt að vinna úr þeirra vandamálum. Fólk hikar oft við það, af því að það sér þetta sem einu leiðina til þess að borga niður þau lán sem það hefur fyrir," segir Anna Guðrún og bætir við að það sé mikilvægt að herða reglur um starfsemi smálánafyrirtækjanna. „Það þarf að gera harðari skilmála hjá lánafyrirtækjunum um það hverjir mega taka lánin og passa bara betur upp á þá einstaklingar í þjóðfélaginu sem minna mega sín," segir hún að lokum. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Skuldir vegna smálána sliga sífellt fleiri einstaklinga sem leggjast inn á Klepp. Dæmi eru um að sjúklingar hafi tekið skammtímalán upp á eina og hálfa milljónir króna. Margir eiga í erfiðleikum með að hætta að taka lánin segir félagsráðgjafi. Anna Guðrún Halldórsdóttir félagsráðgjafi á Kleppi segir sjúklingana eiga það sameiginlegt að hafa lítið á milli handanna og vera á örorku eða félagsbótum. Þeir eigi jafnvel ekki kost á því að fá lán á sama hátt og aðrir, því nýti þeir sér skyndilánin sem í boði eru. „Það er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt að þetta sé eina leiðin fyrir þetta fólk til þess að fá auka ráðstöfunartekjur til að ná að lifa út mánuðinn," segir Anna Guðrún. „Ég hef séð dæmi um það að fólk er með smálán hjá jafnvel öllum 5 fyrirtækjunum og kannski 3 lán hjá hverju fyrirtæki og þá er skuldin kannski komin upp í að ganga 300 þúsund hjá hverju fyrirtæki fyrir sig." Þegar svo er komið verður erfitt að semja um mánaðarlegar afborganir og hafa sjúklingarnir þá áhyggjur af því að smálánafyrirtækin geti farið inn á reikninga þeirra og sótt þann litla pening sem þar er fyrir. „Þau eru í miklum kvíða og hafa miklar áhyggjur af því hvernig þau geta snúið sér í því að borga þetta niður og þá leita þeir til okkar," segir Anna Guðrún. Þá eiga margir sjúklingar erfitt með að hætta að taka smálán. „Af því að ég geri kröfu um það að fólk hætti að taka lánin til þess að það sé hægt að vinna úr þeirra vandamálum. Fólk hikar oft við það, af því að það sér þetta sem einu leiðina til þess að borga niður þau lán sem það hefur fyrir," segir Anna Guðrún og bætir við að það sé mikilvægt að herða reglur um starfsemi smálánafyrirtækjanna. „Það þarf að gera harðari skilmála hjá lánafyrirtækjunum um það hverjir mega taka lánin og passa bara betur upp á þá einstaklingar í þjóðfélaginu sem minna mega sín," segir hún að lokum.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira