Árni Páll Árnason gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar 3. október 2012 14:49 Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta segir hann í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum núna eftir hádegi. Hér að neðan má sjá yfirlýsinguna í heild. Ágætu félagar. Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðningi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda. Von mín er að kjör formanns fari fram með almennri atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, í samræmi við lýðræðishefð Samfylkingarinnar. Ísland er á krossgötum og stendur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi og hættan af haftabúskap, einokunarveldi og einhæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlendis. Samt er flest í stjórnmálunum ennþá eins og ekkert hafi gerst og ekkert muni breytast. Það hefur verið hlutverk Samfylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki. Þegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 rættist áratugagamall draumur fólks á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Þau sem að því komu vonuðu að þessi flokkur yrði fær um að setja mark sitt á samfélagsþróunina og leiða ríkisstjórn. Engan óraði fyrir að þegar flokkurinn fengi stjórnarforystu í fyrsta sinn yrði verkefnið jafn óvenjulegt og raun ber vitni. Samfylkingin er ofin úr mörgum þráðum hefðbundinnar jafnaðarstefnu, kvenfrelsis, verkalýðshreyfingar, umhverfisverndar og athafnafrelsis. Hún er líka flokkur stjórnfestu og samtaks á forsendum almannahagsmuna. Framundan er að leysa úr læðingi og virkja til fulls þessa fjölbreyttu krafta sem búa í flokknum og þeim breiða hópi fólks sem vill styðja hann. Þeir munu nýtast til nýs átaks sem skili samfélagssýn jafnaðarmanna áfram til íslensks samfélags og nýrra kynslóða. Formaður Samfylkingarinnar á að virða og virkja þennan fjölbreytileika og styðja við hann í starfi sínu. Mikil verkefni bíða. Þeim þarf að mæta af elju og æðruleysi. Það er sögulegt hlutverk Samfylkingarinnar að veita forystu og vísa veginn fram á við. Það er okkar að kalla saman ólík öfl á forsendum almannahagsmuna, byggja brýr milli andstæðra fylkinga og feta þá leið sem er fær. Þess væntir þjóðin af burðarflokki í stjórnmálum. Til þessara verka vil ég ganga. Ég hlakka til að hitta fólk um land allt á næstu mánuðum, hlusta og ræða úrlausnarefnin. Árni Páll Árnason.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira