Erlent

Svisslendingar höfnuðu algeru reykingarbanni

Svisslendingar höfnuðu algeru banni við reykingum á opinberum stöðum í landinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.

Löggjöfin sem fyrir er takmarkar töluvert reykingar á opinberum stöðum en með undantekningum þannig að veitingarstaðir, barir og hótel geta haft lokuð reykherbergi hjá sér.

Tillagan um algert bann var felld í öllum kantónum Sviss nema einni með um 70% meirihluta. Hinsvegar var naumur meirihluti borgarbúa í Genf hlynntur algeru banni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×