Erlent

Hulunni svipt af langlífi geldinga

Ný rannsókn í Suður Kóreu hefur leitt í ljós afhverju geldingar lifa mun lengur en aðrir menn eða allt að 19 árum að meðaltali. Rannsóknin varpar einnig ljósi á afhverju konur lifa yfirleitt lengur en karlar.

Í ljós kom að það eru karlhormónar, eins og testerón sem stytta ævi karlmanna. Hormónar þessir auka líkurnar á að ónæmiskerfi karla verði fyrir skakkaföllum eða að þeir fái hjartasjúkdóma.

Hér er um að ræða menn sem voru geldir áður en þeir náðu kynþroskaaldrinum. Geldingar skipuðu lengi virðingarstöðu í Suður Kóreu en konungsfjölskylda landsins notaði þá m.a. sem lífverði.

Rannsóknin byggði á gögnum um rúmlega 80 geldinga á árunum 1556 til 1861. Meðalaldur þeirra var 70 ár og sá elsti varð 109 ára gamall. Til samanburðar var meðalævi annarra karla á þessu tímabili rúmlega 50 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×