Erlent

Mikil flóð í Newcastle

Frá Newcastle í dag.
Frá Newcastle í dag. mynd/AP
Mikil flóð geysa nú í Bretlandi og Wales og hafa þúsundir neyðst til að yfirgefa heimili sín. Gefnar hafa verið út flóðaviðvaranir á fimmtíu og sjö stöðum en hættuástandi hefur verið lýst yfir á rúmlega hundrað stöðum í Bretlandi.

Samgöngur hafa víða farið úr skorðum og hafa þjófar farið ránshendi um margar verslanir.

Mikið vatnsveður hefur verið á svæðinu síðustu daga en slíkt óveður hefur ekki sést í september í um þrjátíu ár. Talið er að rigningin muni halda áfram fram eftir degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×