Erlent

Búddalíkneski nasista var meitlað úr loftsteini

Líkneskið hefur oft verið kallað „járnmaðurinn.“
Líkneskið hefur oft verið kallað „járnmaðurinn.“ mynd/AFP
Vísindamenn hafa komist að því að rúmlega þúsund ára gamalt Búddalíkneski, sem nasistar stálu úr hofi í Tíbet árið 1938, sé í raun skorið úr heilsteyptum loftsteini.

Talið er að hakakrossinn sem meitlaður er á framhlið líkneskisins hafi heillað nasistana. Seinna meir notuðu þeir táknið í breyttu formi.

Það var Heinrich Himmler, yfirmaður Gestapó og SS sveitanna, sem stjórnaði leiðangrinum en hann var sannfærður um að sannar rætur aría lægju í Tíbet.

Nú hafa vísindamenn komist að því að þessi undarlega stytta sé hluti af Chinga-loftsteininum sem skall á landamærum Síberíu og Mongólíu fyrir um fimmtán þúsund árum.

Vitað er til þess að margir fornir menningarkimar hafi tilbeðið loftsteina, þar á meðal eru Inúítar á Grænlandi og frumbyggjar Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×