Össur: Alvarleg staða ef ESB grípur til innflutningstakmarkana Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. september 2012 12:30 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir Evrópuþingið hafa hagað sér „heimskulega" í makríldeilunni við Ísland. Ef framkvæmdastjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum á makríl þvert á EES-samninginn þá sé kominn upp alvarleg staða í samskiptum Íslands og ESB. Evrópuþingið samþykkti í gær, með 659 atkvæðum gegn 11 tilskipun, sem heimilar framkvæmdastjórn ESB að beita þau ríki sem stunda ósjálfbærar veiðar á fiskveiðitegundum úr sameiginlegum stofnum sem deilt er um, lesist makríl, viðskiptaþvingunum. Af orðalagi tilskipunarinnar sést skýrt að hún heimilar ekki aðeins löndunarbann á makrílafurðir og skyldar tegundir, eins og síld, heldur beinar innflutningstakmarkanir og þar með viðskiptabann.Ógn við íslenska hagsmuni Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, sagði í gær að menn vissu alveg „til hvers refirnir væru skornir." Með öðrum orðum, makríllinn er þarna undir. Makríllinn er næstverðmætasta útflutningsafurð Íslands í sjávarútvegi á eftir þorski. 38% af aflanum fer til Rússlands sem er utan ESB, en makrílafurðum er umskipað í Hollandi, sem er ESB-ríki. Það er vandamál og því ljóst að tilskipunin er ógn við íslenska hagsmuni. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að það sé alveg skýrt af hálfu sérfræðinga að ef framkvæmdstjórnin ætli sér að beita innflutningstakmörkunum þá sé það skýlaust brot á EES-samningnum. Hann segir að sérstaklega þurfi að kanna áður en reglum Evrópusambandsins er beitt hvort þær standist alþjóðasamninga. „Við túlkun þetta þannig að ef þeir ætla að grípa til einhverra aðgerða, þá verða þeir að skoða hvort það stenst EES-samninginn. Ef þeir fara út fyrir það, þá fara þeir vitandi vits að brjóta alþjóðlega samninga. Þá er komin upp alvarleg staða," segir Össur.Myndum þurfa að grípa til viðbragða Heldurðu að það sé útilokað að framkvæmdastjórnin beiti innflutningstakmörkunum? „Ég hef enga kristalskúlu en mér hefur oft fundist Evrópuþingið haga sér heimskulega í þessari deilu þannig að ég útiloka ekkert. En ég veit á hvaða lagalega grunni við stöndum og ég segi það alveg fullum fetum að ef þeir grípa til þessara aðgerða (innflutningstakmarkana innsk.blm) þá telja okkar færustu lögfræðingar að þeir séu að brjóta alþjóðlega samninga og það er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem hefur erfið áhrif á samskipti okkar og Evrópusambandsins og við myndum þurfa að grípa til viðbragða." Er ekki pólitískt erfitt að vera í viðræðum við ESB ef það ætlar að grípa til sinna aðgerða? „Ég geri hvorki einstaklinga né alþjóðastofnanir að lögbrjótum fyrr en ég tek á því. Það hefur ekki komið til þess að menn grípi til ráða sem við teljum að séu lögbrot. Ef sú staða kemur upp verðum við að skoða það, en auðvitað verður það erfitt fyrir samskipti okkar og Evrópusambandsins. Þar á meðal aðildarviðræðurnar," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira