Enski boltinn

Rodgers hafði ekki áhuga á Owen

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, staðfesti í dag að hann hefði ekki haft neinn áhuga á því að fá Michael Owen til liðs við félagið.

Sögusagnir voru um að Liverpool ætlaði að fá sína gömlu hetju sem á endanum samdi við Stoke.

"Liverpool var aldrei að skoða þetta mál. Það er engin ástæða til þess að eyða peningum í unglingastarfið eg maður notar ekki ungu mennina," sagði Rodgers.

"Við eigum fullt af flottum ungum strákum og vonandi eftir nokkra mánuði verða þeir farnir að blómstra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×