Fótbolti

Norska kvennalandsliðið hefur ekki tapað heima í 24 ár

Óskar Ófeigur Jónsson í Osló skrifar
Úr leik Íslands og Noregs í fyrra.
Úr leik Íslands og Noregs í fyrra.
Íslenska kvennalandsliðinu nægir jafntefli á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag til þess að tryggja sér farseðillinn á Evrópumótið í Svíþjóð næsta sumar. Það er alvöru verkefni enda hefur norska liðið verið nánast ósigrandi á norskri grundu undanfarin ár.

Norska kvennalandsliðið er búið að vinna alla fjóra heimaleiki sína í undankeppninni með markatölunni 22-2. Það þarf líka að fara alla leið aftur til ársins 1988 til að finna tapleik hjá þeim norsku á heimavelli í undankeppni EM eða HM. Norsku stelpurnar töpuðu þá 0-2 á móti Finnlandi en hafa síðan leikið 43 heimaleiki í röð án þess að tapa.

Norsku stelpurnar hafa nú unnið 18 heimaleiki í röð í undankeppnum EM og HM eða alla leiki síðan að þær mættu Danmörku 11. september 2003 í undankeppni EM 2005. Þeim leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem danska liðið jafnaði í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×