Sport

Nadal frá næstu tvo mánuðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Meiðsli eru enn að plaga tenniskappann Rafael Nadal og var í morgun greint frá því að hann yrði frá keppni í tvo mánuði til viðbótar.

Hann féll snemma úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis í sumar og gat svo hvorki spilað á Ólympíuleikunum né Opna bandaríska meistaramótinu, sem nú stendur yfir.

„Ég verð að jafna mig og mun ég snúa aftur þegar verkurinn er farinn," sagði Nadal. „Ég hef nú misst af tveimur mikilvægum mótum sem mér þótti sárt."

„Ég á þó vonandi mörg ár eftir en núna þarf ég að hvíla hnéð. Ég hitti lækna mína um daginn og sem betur fer þarf ég ekki að fara í aðgerð. Síðustu vikur hafa verið mjög jákvæðar."

Nadal er í þriðja sæti heimslistans í tennis þrátt fyrir að hafa ekkert spilað síðan í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×