Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 18. umferð

Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deildar karla í gærkvöldi og lauk þar með 18. umferð. Farið var yfir gang mála í öllum leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport í gær og má nálgast upptöku af þættinum á Vísi. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá The Constellations – Perfect day.


Tengdar fréttir

Jóhann Birnir bað Guðjón Árna afsökunar

Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frá sér afsökunarbeiðni seint í gærkvöldi þar sem hann bað Guðjón Árna Antoníusson afsökunar á ummælum sínum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fylkir 4-0

Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Stjarnan 0-2

Stjarnan vann frábæran sigur, 2-0, á Val að Hlíðarenda í kvöld en bæði mörk liðsins komu í fyrri hálfleik. Liðið komst því í þriðja sætið og skaust upp fyrir ÍBV og ÍA en Stjarnan er sem stendur með 29 stig, aðeins tveimur stigum á eftir KR.

Pepsi-mörkin: Umfjöllun um 18. umferð í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 18. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0

FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0.

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

"Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.

FH nálgast titilinn - myndir

FH-ingar færðust skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er þeir unnu sannfærandi sigur á Keflvíkingum í Krikanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×