Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Fylkir 4-0 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 3. september 2012 15:11 Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang en virkuðu samt sem áður nokkuð spræk. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með og beitti öflugum skyndisóknum í sínum aðgerðum. Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Fram, komst reglulega í fín færi en skotin frá leikmanninum voru ekki nægilega markviss og því fór boltinn ekki í netið. Það hlaut samt sem áður að koma að því að ísinn brotnaði og komust Framarar yfir þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Þá var það framherjinn Kristinn Ingi Halldórsson sem fékk frábæra fyrirgjöf frá SamTillen og stýrði boltanum laglega í netið. Staðan var því 1-0 fyrir Safamýrapilta í hálfleik. Það voru aðeins liðnar fimm mínútur af síðari hálfleiknum þegar Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að slá Almarr Ormarsson í andlitið, líklega réttur dómur. Eftir spjaldið var aðeins eitt lið inná vellinum og heimamenn gjörsamlega fóru á kostum. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram í 2-0 nokkrum mínútum eftir að Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið. Það var síðan Sam Tillen sem skoraði þriðja mark Fram nokkrum mínútum síðar og leikurinn í raun búinn. Almarr Ormarsson kom Safamýrapiltum í 4-0 tuttugu mínútum fyrir leikslok. Framarar sýndu á köflum sinn besta leik í sumar og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Framarar eru því komnir úr fallsæti með 20 stig, þremur stigum á eftir Fylki sem er í 9. sæti. Þorvaldur Örlygsson: Loksins féllu hlutirnir með okkur„Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við náum að halda góðu tempói og leikur okkar hefur verið stígvaxandi að undanförnu". „Hlutirnir voru að detta með okkur í kvöld og það gerist ekki á hverjum degi. Það er frábært að ná inn svona mörgum mörkum og á sama tíma að halda markinu hreinu". „Það skiptir öllu máli að skora mörk í fótbolta en það er ekki alltaf nóg að spila vel alltaf eins og við höfum svo oft fengið að finna fyrir. Þetta er hvergi nærri komið hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram okkar striki og ná í eins mörg stig og við getum." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásmundur Arnarsson: Þetta var hörmuleg frammistaða„Ég er miður mín eftir þennan leik og með það hvernig mínir menn léku í kvöld," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega slakir í kvöld og áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Liðið var á eftir Fram í öllum aðgerðum og frammistaða okkar í kvöld var hrein hörmung". „Það átti ekkert að koma okkur á óvart að Framarar kæmu grimmir til leiks í kvöld en þeir hafa bætt leik sinn gríðarlega að undanförnu". „Það vantaði alla grimmd í mitt lið í kvöld og við leyfðum þeim að spila sinn leik alveg frá fyrstu mínútu. Núna verðum við að skoða okkar mál og það blasir bara við okkur hörð botnbarátta."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Framarar unnu frábæran sigur á Fylki, 4-0, á Laugardalsvellinum í Pepsi-deild karla í kvöld. Heimamenn settu þrjú mörk í síðari hálfleiknum og keyrðu gjörsamlega yfir Fylkismenn. Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis, fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks og allt fór á versta veg eftir það. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang en virkuðu samt sem áður nokkuð spræk. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með og beitti öflugum skyndisóknum í sínum aðgerðum. Kristinn Ingi Halldórsson, leikmaður Fram, komst reglulega í fín færi en skotin frá leikmanninum voru ekki nægilega markviss og því fór boltinn ekki í netið. Það hlaut samt sem áður að koma að því að ísinn brotnaði og komust Framarar yfir þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleiknum. Þá var það framherjinn Kristinn Ingi Halldórsson sem fékk frábæra fyrirgjöf frá SamTillen og stýrði boltanum laglega í netið. Staðan var því 1-0 fyrir Safamýrapilta í hálfleik. Það voru aðeins liðnar fimm mínútur af síðari hálfleiknum þegar Fylkismenn misstu mann af velli með rautt spjald. Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk beint rautt spjald fyrir að slá Almarr Ormarsson í andlitið, líklega réttur dómur. Eftir spjaldið var aðeins eitt lið inná vellinum og heimamenn gjörsamlega fóru á kostum. Kristinn Ingi Halldórsson kom Fram í 2-0 nokkrum mínútum eftir að Ásgeir Börkur fékk rauða spjaldið. Það var síðan Sam Tillen sem skoraði þriðja mark Fram nokkrum mínútum síðar og leikurinn í raun búinn. Almarr Ormarsson kom Safamýrapiltum í 4-0 tuttugu mínútum fyrir leikslok. Framarar sýndu á köflum sinn besta leik í sumar og áttu sigurinn svo sannarlega skilið. Framarar eru því komnir úr fallsæti með 20 stig, þremur stigum á eftir Fylki sem er í 9. sæti. Þorvaldur Örlygsson: Loksins féllu hlutirnir með okkur„Ég er gríðarlega ánægður með spilamennsku liðsins í kvöld," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við náum að halda góðu tempói og leikur okkar hefur verið stígvaxandi að undanförnu". „Hlutirnir voru að detta með okkur í kvöld og það gerist ekki á hverjum degi. Það er frábært að ná inn svona mörgum mörkum og á sama tíma að halda markinu hreinu". „Það skiptir öllu máli að skora mörk í fótbolta en það er ekki alltaf nóg að spila vel alltaf eins og við höfum svo oft fengið að finna fyrir. Þetta er hvergi nærri komið hjá okkur, við þurfum bara að halda áfram okkar striki og ná í eins mörg stig og við getum." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ásmundur Arnarsson: Þetta var hörmuleg frammistaða„Ég er miður mín eftir þennan leik og með það hvernig mínir menn léku í kvöld," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega slakir í kvöld og áttum ekkert skilið út úr þessum leik. Liðið var á eftir Fram í öllum aðgerðum og frammistaða okkar í kvöld var hrein hörmung". „Það átti ekkert að koma okkur á óvart að Framarar kæmu grimmir til leiks í kvöld en þeir hafa bætt leik sinn gríðarlega að undanförnu". „Það vantaði alla grimmd í mitt lið í kvöld og við leyfðum þeim að spila sinn leik alveg frá fyrstu mínútu. Núna verðum við að skoða okkar mál og það blasir bara við okkur hörð botnbarátta."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ásmund með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira