Það virðist vera nóg að gera hjá Kim Kardashian því varla líður dagur án þess að hún sjáist í fullum skrúða í partýum, á rauða dreglinu eða á förnum vegi með nýja kærastanum.
Raunveruleikastjarnan vakti vægast sagt athygli í djörfum kjól í New York borg í gærkveldi, kjóllinn var svartur og hvítur og sýndi ekki bara línur íturvöxnu stjörnunnar heldur var barmurinn lítið hulinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Mikið hefur verið talað um breyttan fatastíl Kim eftir að hún byrjaði að hitta rapparann Kanye West.
Kim Kardashian í djörfum kjól
