Það var allt morandi í stórstjörnum á rauða dreglinum á árlegu MTV tónlistarhátíðinni í gær.
Stjörnurnar voru margar hverjar mjög rokkaðar til fara, samfestingar og nýþröngir leðurkjólar voru áberandi en það sem athygli vakti var að söngkonan Rihanna kom í hvítum klassískum síðkjól og bar sig afar dömulega en það er ekki alltaf venjan hjá söngkonunni.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Rita Ora, Rihanna, Taylor Swift og Pink á rauða dreglinum en þær vöktu allar verðskuldaða athygli fyrir útlit sitt.
Þessar þóttu flottastar
