Lífið

Elskar Chris enn þrátt fyrir ofbeldið

Söngkona Rihanna felldi tár þegar hún ræddi við fjölmiðladívuna Opruh á sjónvarpsstöðinni Own. Rihanna viðurkenndi í viðtalinu að hún elskar ennþá söngvarann Chris Brown sem beitti hana ofbeldi þegar samband þeirra stóð yfir, eins og heimurinn varð vitni að þegar myndir af Rihönnu birtust eftir barsmíðarnar. Hún segist vera í sambandi við Chris sem er á föstu og að á milli þeirra hafi myndast traust en þrjú ár eru síðan þau voru saman.

„Við elskum hvort annað og munum væntanlega ávallt gera það," sagði Rihanna meðal annars.

Meðfylgjandi má sjá brot úr viðtalinu í auglýsingastiklu á þættinum sem sýndur var í gær. Sjá myndir hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.