Lífið

Sjóðheit og dansandi

Kate Hudson tekur nokkur eggjandi dansspor í fjórðu þáttaröðinni af Glee.
Kate Hudson tekur nokkur eggjandi dansspor í fjórðu þáttaröðinni af Glee. nordicphotos/afp
Kate Hudson leikur sjóðheitan danskennara, Rachel Berry, í nýjustu þáttaröðinni af Glee, en fyrsti þátturinn verður frumsýndur vestanhafs í september. Gefið hefur verið út að hún komi fram í sex þáttum í hlutverki Cassöndru sem er hörð, neikvæð og kynþokkafull ef marka má orð Brads Falchuk, eins framleiðanda þáttanna.

Þetta er algjörlega ný hlið á leikkonunni sem er þekktari fyrir glaðleg og krúttleg hlutverk en á myndum frá upptöku þáttanna sem hafa birst á netinu og má sjá Kate íklædda netsokkabuxum og leikfimibol.

Með þátttöku sinni í Glee slæst Kate í hóp stórstjarna á borð við Britney Spears, Gwyneth Paltrow, Neil Patrick Harris, Oliviu Newton-John, Josh Groban, Perez Hilon og fjölda annarra sem hafa tekið að sér hlutverk í þeim.

Hún er þó ekki eina stjarnan sem bætist á listann í nýju þáttaröðinni því þegar hefur verið gefið upp að Sex and the City drottningin Sarah Jessica Parker stígi einnig sín fyrstu Glee-spor í fjórðu þáttaröðinni. Hún mun leika einn af kennurum Kurts Hummel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.