Lífið

Hvetur stráka til að sækja um

Mynd/einkasafn
„Við leitum fyrst og fremst að hæfileikafólki.  Menntun er ekki skilyrði en vitaskuld mikill kostur, segir Ágústa Johnson framkvæmdastjóri hjá Hreyfingu en hún býður öllum sem dreymir um að kenna hjá sér að koma í inntökupróf.

„Kraftmikið og hresst fólk á erindi í þetta inntökupróf sem hefur áhuga og reynslu af  líkamsþjálfun af einhverju tagi.  Fólk með bakgrunn í dansi, fimleikum er sérstaklega hvatt til að koma og við viljum endilega fá fullt af strákum," segir Ágústa og bætir við: „Það eru allir velkomnir sem vilja spreyta sig."

Inntökuprófið fer fram föstudaginn 24. ágúst kl. 15.00-17.00 í Hreyfingu, Glæsibæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.