Lífið

Michelle Obama æfir klukkan 4:30 á næturna

mynd/cover media
Það verður seint sagt að forsetafrú Bandaríkjanna Michelle Obama sé löt því hún fer á fætur fyrir allar aldir og tekur nokkrar líkamsæfingar áður en hún ræsir dætur sínar og undirbýr þær fyrir skólann.

Hún vaknar klukkan 4:30 á hverjum degi, eða á hverri nóttu ef rétt skal vera, þegar flestir sofa vært.

"Barack og ég vinnum mikið hvern einasta dag. Ég vakna yfirleitt á undan honum og geri 30 mínútna rútínuna mína. Þá tek ég armbeygjur, magaæfingar og hnébeygjur með stuttu millibili," sagði Michelle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.