Sport

Hægt að sjá Ásdísi keppa á NRK2 á Fjölvarpinu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP
Ásdís Hjálmsdóttir keppir á Demantamóti IAAF í frjálsum íþróttum í kvöld en mótið fer að þessu sinni fram í Lausanne í Sviss. Ásdís, sem setti nýtt og glæsilegt Íslandsmót á Ólympíuleikunum í London á dögunum, er ein af níu spjótkösturum sem keppa í spjótkasti kvenna.

Meðal mótherja hennar verða Barbora Spotakova frá Tékklandi sem leiðir stigakeppnina, Christina Obergföll og Linda Stahl sem eru báðar frá Þýskalandi og Madara Palameika frá Lettlandi. Allt voru þetta keppinautar Ásdísar í London þar sem Ásdís komst í úrslit og endaði að lokum í ellefta sæti.

Í kjölfar góðs árangurs Ásdísár á Ólympíuleikunum var henni boðið þátttaka á tveimur Demantamótum IAAF og Samsung, í Lausanne í kvöld og í Birmingham sunnudaginn 26. ágúst.

Hægt er að sjá úrslit og fylgjast með tölfræði mótsins í beinni inn á heimasíðu þess sem og á rás NRK2 sem er stöð 75 á Fjölvarpinu. Útsending NRK2 frá mótinu hefst klukkan 18.00 að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×