Rannsókn á Lindsor-málinu komin á skrið hjá sérstökum Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 18:30 Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. Einn af umdeildustu gjörningum hrunsins var þegar Kaupþing lánaði félaginu Lindsor Holdings Corporation 171 milljón evra hinn 6. október 2008. Sama dag og neyðarlögin voru sett og sama dag og Seðlabankinn lánaði bankanum 500 milljónir evra. Í raun var um stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að ræða. Aldrei hafa fengist skýringar opinberlega hjá stjórnendum Kaupþings á málinu, en það er til rannsóknar hér hjá sérstökum saksóknara. Lindsor var skráð á Tortóla á Jómfrúreyjum og stýrt af stjórnendum Kaupþings banka og lánið til félagsins var notað til kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar.Tímaröð atburða Á hádegi 6. október fékk bankinn 500 milljónir evra hjá Seðlabanknum. Klukkan fjögur sama dag ávarpaði Geir Haarde þjóðina og kynnti um neyðarlögin. Geir og Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, tóku ákvörðun um lánveitinguna. Til er upptaka af símtali milli þeirra þar sem ákvörðun um lánið er rædd, sem efnahags- og skattanefnd hefur viljað komast yfir, en Seðlabankinn hefur neitað að afhenda afrit af símtalinu. Þessir atburðir hafa vakið margar spurningar. Hvers vegna féll Kaupþing 2 dögum eftir að hafa fengið næstum allan gjaldeyrisforða Íslands að láni? Hvers vegna lánaði Seðlabankinn þessa peninga, ef Kaupþing stóð höllum fæti? Hvers vegna lána stjórnendur Kaupþings á sama tíma hundruð milljóna evra til Lúxemborgar og þar með hluta neyðarfjár íslenska ríkisins? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Kannski eru til einfaldar skýringar á þessu máli. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að rannsóknin sé ágætlega af stað komin hjá saksóknara, en þar er á rúmlega 20 manna teymi sem einbeitir sér eingöngu að Kaupþingi, af rúmlega 100 manna starfsliði. Fyrst í vor fengust gögn frá Lúxemborg eftir tæplega eins og hálfs árs bið, en fyrrverandi eigendur Kaupþings töfðu fyrir, m.a með því að kæra afhendingu gagnanna. Búið er að yfirheyra nær alla sem að málinu koma.Tvö ár síðan Hreiðar sat í gæsluvarðhaldi Nú eru rúmlega 800 dagar síðan Hreiðar Már Sigurðsson sat í gæsluvarðhaldi. Hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafa verið ákærðir í Al-Thani málinu, en engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi Lindsor. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Kaupþings hafi gefið þær skýringar að evrurnar sem komu frá Seðlabankanum hafi aldrei farið til Lúxemborgar. Ekki eitt einasta cent. Hægt sé að rekja hverja einustu millifærslu og þessir peningar hafi farið inn á evrureikning Kaupþings hjá Deutsche Bank. Einn fyrrverandi starfsmaður Kaupþings sem fréttastofan ræddi við sagði að ef málið væri svo einfalt, að stjórnendur Kaupþings hefðu stolið þessum peningum, af hverju væri ekki búið að ákæra þá?Lánið til Lindsor fór í kaup á skuldabréfum Á sex mánaða tímabili árið 2008 hafi Kaupþing í Lúxemborg keypt mikið af skuldabréfum móðurfélagsins heima á Íslandi. Lánið til Lindsor hafi farið í nákvæmlega þetta. Þá hafa þær skýringar verið gefnar, samkvæmt heimildum, að bankinn hafi grætt mikið á að kaupa eigin skuldabréf með afslætti. Bankinn hafi ætlað að nýta sér innlán á EDGE-reikningunum til að greiða upp skuldabréf á lágu verði og forða þannig bankanum frá falli. EDGE-reikningarnir, ólíkt Icesave, voru gerðir upp að fullu í þeim tíu löndum þar sem reikningarnir voru og því aldrei mögulegur skuldabaggi á íslenska ríkinu, eins og Icesave. Daginn eftir setningu neyðarlaganna var áhlaup á reikninga Kaupþings alls staðar í heiminum. Allir spárifjáreigendur „með vott af skynsemi í kollinum tóku peninga sína út," eins og einn heimildarmaður orðaði það í samtali við fréttastofuna. Þannig hafi neyðarlánið frá Seðlabankanum í raun brunnið inni. Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hafa gefið þær skýringar opinberlega að þetta og setning neyðarlaganna daginn áður, hafi orsakað fall bankans. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
Kaupþing var að reyna að greiða upp eigin skuldabréf og afstýra falli bankans þegar hundrað sjötíu og ein milljón evra var millifærð til Lúxemborgar til félags sem stjórnendur bankans stýrðu í miðju hruni, sama dag og bankinn fékk stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að láni hjá Seðlabanka Íslands. Rannsókn málsins er komin af stað hjá sérstökum saksóknara eftir eins og hálfs árs bið eftir gögnum. Einn af umdeildustu gjörningum hrunsins var þegar Kaupþing lánaði félaginu Lindsor Holdings Corporation 171 milljón evra hinn 6. október 2008. Sama dag og neyðarlögin voru sett og sama dag og Seðlabankinn lánaði bankanum 500 milljónir evra. Í raun var um stóran hluta neyðarfjár íslenska ríkisins að ræða. Aldrei hafa fengist skýringar opinberlega hjá stjórnendum Kaupþings á málinu, en það er til rannsóknar hér hjá sérstökum saksóknara. Lindsor var skráð á Tortóla á Jómfrúreyjum og stýrt af stjórnendum Kaupþings banka og lánið til félagsins var notað til kaupa skuldabréf af Kaupþingi í Lúxemborg, einstökum starfsmönnum þess banka og félagi í eigu Skúla Þorvaldssonar.Tímaröð atburða Á hádegi 6. október fékk bankinn 500 milljónir evra hjá Seðlabanknum. Klukkan fjögur sama dag ávarpaði Geir Haarde þjóðina og kynnti um neyðarlögin. Geir og Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, tóku ákvörðun um lánveitinguna. Til er upptaka af símtali milli þeirra þar sem ákvörðun um lánið er rædd, sem efnahags- og skattanefnd hefur viljað komast yfir, en Seðlabankinn hefur neitað að afhenda afrit af símtalinu. Þessir atburðir hafa vakið margar spurningar. Hvers vegna féll Kaupþing 2 dögum eftir að hafa fengið næstum allan gjaldeyrisforða Íslands að láni? Hvers vegna lánaði Seðlabankinn þessa peninga, ef Kaupþing stóð höllum fæti? Hvers vegna lána stjórnendur Kaupþings á sama tíma hundruð milljóna evra til Lúxemborgar og þar með hluta neyðarfjár íslenska ríkisins? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör. Kannski eru til einfaldar skýringar á þessu máli. Stöð 2 hefur heimildir fyrir því að rannsóknin sé ágætlega af stað komin hjá saksóknara, en þar er á rúmlega 20 manna teymi sem einbeitir sér eingöngu að Kaupþingi, af rúmlega 100 manna starfsliði. Fyrst í vor fengust gögn frá Lúxemborg eftir tæplega eins og hálfs árs bið, en fyrrverandi eigendur Kaupþings töfðu fyrir, m.a með því að kæra afhendingu gagnanna. Búið er að yfirheyra nær alla sem að málinu koma.Tvö ár síðan Hreiðar sat í gæsluvarðhaldi Nú eru rúmlega 800 dagar síðan Hreiðar Már Sigurðsson sat í gæsluvarðhaldi. Hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafa verið ákærðir í Al-Thani málinu, en engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi Lindsor. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að stjórnendur Kaupþings hafi gefið þær skýringar að evrurnar sem komu frá Seðlabankanum hafi aldrei farið til Lúxemborgar. Ekki eitt einasta cent. Hægt sé að rekja hverja einustu millifærslu og þessir peningar hafi farið inn á evrureikning Kaupþings hjá Deutsche Bank. Einn fyrrverandi starfsmaður Kaupþings sem fréttastofan ræddi við sagði að ef málið væri svo einfalt, að stjórnendur Kaupþings hefðu stolið þessum peningum, af hverju væri ekki búið að ákæra þá?Lánið til Lindsor fór í kaup á skuldabréfum Á sex mánaða tímabili árið 2008 hafi Kaupþing í Lúxemborg keypt mikið af skuldabréfum móðurfélagsins heima á Íslandi. Lánið til Lindsor hafi farið í nákvæmlega þetta. Þá hafa þær skýringar verið gefnar, samkvæmt heimildum, að bankinn hafi grætt mikið á að kaupa eigin skuldabréf með afslætti. Bankinn hafi ætlað að nýta sér innlán á EDGE-reikningunum til að greiða upp skuldabréf á lágu verði og forða þannig bankanum frá falli. EDGE-reikningarnir, ólíkt Icesave, voru gerðir upp að fullu í þeim tíu löndum þar sem reikningarnir voru og því aldrei mögulegur skuldabaggi á íslenska ríkinu, eins og Icesave. Daginn eftir setningu neyðarlaganna var áhlaup á reikninga Kaupþings alls staðar í heiminum. Allir spárifjáreigendur „með vott af skynsemi í kollinum tóku peninga sína út," eins og einn heimildarmaður orðaði það í samtali við fréttastofuna. Þannig hafi neyðarlánið frá Seðlabankanum í raun brunnið inni. Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hafa gefið þær skýringar opinberlega að þetta og setning neyðarlaganna daginn áður, hafi orsakað fall bankans. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G-kerfin sem loka um áramótin Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði