Lífið

Tinna Alavis opnar tískublogg

mynd/bragi kort
"Ég og góð vinkona mín vorum að byrja með tískublogg fyrir nokkrum dögum," svarar Tinna Alavis fyrirsæta og nemi sem opnaði nýtt tískublogg ásamt Brynju Norðfjörð stílista og förðunarfræðing þegar Lífið spurði hana út í nýja vefinn Secrets.is.

"Við munum fjalla um tísku, hönnun og heilsu og setja inn myndir af fallegum fötum úr ýmsum verslunum á hverjum degi. Við ætlum líka að setja inn skemmtileg video af og til, sem tengjast heilsu og útliti."

Secrets.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.