Sport

Lærisveinn Vésteins fékk bronsverðlaun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kanter fagnar góðu kasti á Ólympíuleikvanginum í kvöld.
Kanter fagnar góðu kasti á Ólympíuleikvanginum í kvöld. Nordicphotos/Getty
Robert Harting frá Þýskalandi vann sigur í kringlukastkeppni karla á Ólympíuleikunum í London í kvöld.

Íraninn Ehsan Hadadi leiddi keppnina fram í fimmtu umferð en hann kastaði 68,18 metra í sínu fyrsta kasti. Harting átti hins vegar kast upp á 68,27 metra í fimmtu og næstsíðustu umferðinni sem dugði til gullverðlauna.

Hadadi mátti því sætta sig við silfurverðlaun en verðlaunin eru þau fyrstu sem Íran vinnur til í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna frá upphafi.

Eistinn Gerd Kanter, sem iðkar íþrótt sína undir handleiðslu Vésteins Hafsteinssonar, hafnaði í þriðja sæti með kasti upp á 68,03 metra.

Kanter varð Ólympíumeistari í Peking fyrir fjórum árum 68,82 metra kasti. Sú kastlengd hefði einnig dugað til gullverðlauna í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×