Sport

Buxurnar rifnuðu á versta stað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingebrigtsen, annar frá vinstri.
Ingebrigtsen, annar frá vinstri. Nordicphotos/Getty
Norski hlaupagarpurinn Henrik Ingebrigtsen kom í mark á nýju norsku meti í 1500 metra hlaupinu á Ólympíuleikunum í gær. Hann hafnaði í 5. sæti en ekki síðri athygli vöktu stuttbuxur kappans.

Stuttbuxurnar kappans voru nefnilega rifnar á versta stað sem vakti mikla kátínu meðal fólks á samskiptasíðum á borð við Facebook og Twitter. Ingebrigtsen hló að spurningu blaðamanns Verdens Gang að hlaupinu loknu.

„Það var enginn sem skar viljandi gat í klof buxnanna ef sú er spurningin. Það myndaðist í biðherberginu," sagði Ingebregtsen og á við rýmið þar sem keppendur bíða eftir því að röðin komi að þeim.

Þetta hlauparinn 21 árs var spurður nánar út í hvað hefði valdið skemmtunum sló Ingebregtsen á létta strengi.

„Þetta er líklega því um að kenna að McDonald's er í boði í matsalnum," sagði Ingebritsen léttur en kappin var skiljanlega mjög sáttur við hlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×