Erlent

Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna

BBI skrifar
Mynd/Getty
Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni.

Ekki nóg með þetta heldur voru síðustu 12 mánuðir sömuleiðis heitari en nokkurntíma síðan mælingar hófust árið 1895. Þetta veðurfar mun hafa sínar afleiðingar enda eru Bandaríkin heimsins stærsti framleiðandi korns og soijabauna. Þurrkar þar í landi hafa þegar valdið miklum uppskerubresti sem mun hafa í för með sér hækkandi matvælaverð í heiminum.

Skrælnandi maísstöngull eftir þurrka í Bandaríkjunum.Mynd/AFP
Í frétt á vef BBC segir loftslagsfræðingurinn Jake Crouch að hitann að undanförnu megi bæði rekja til hnattrænnar hlýnunar sem og veðurfari á svæðinu.

Íslendingar hafa vissulega fengið sinn skerf af góðuveðri þetta árið þó sumarmánuðirnir hafi ekki verið þeir heitustu í sögunni. Í júní var óvenjuþurrt og á ýmsum stöðum landsins mældist minnsta úrkoma frá upphafi mælinga. Sömuleiðis mældust sólskinsstundir óvenjumargar og á ákveðnum svæðum, t.d. Reykjavík og Akureyri, hafa þeir aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×