Sport

Ásdís verður fánaberi Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir, keppandi í spjótkasti kvenna, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í London föstudaginn 27. júlí.

Ásdís er þar með önnur íslenska konan sem fær það hlutverk á setningarhátíð sumarleikanna en Guðrún Arnardóttir var fánaberi á leikunum í Sydney árið 2000. Alls hafa fimm íslenskar konur verið fánaberar á setningarhátíð leikanna og verður Ásdís því sú sjötta ef sumar- og vetrarleikar eru taldir saman.

Ásdís keppti á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þetta verða því aðrir leikarnir hennar. Hún hefur staðið sig gríðarlega vel í öllu því sem hún hefur tekið sér fyrir hendur og mun án efa standa sig vel í að leiða íslenska hópinn inná Ólympíuleikvanginn i London að því er segir í fréttatilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×