Fótbolti

Del Bosque jafnaði afrek Helmut Schön

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Del Bosque er sannur sigurvegari.
Del Bosque er sannur sigurvegari. MYND:NORDIC PHOTOS/GETTY
Vicente del Bosque þjálfari Spánar er fyrsti þjálfarinn til að stýra liði til sigurs á Evrópumeistaramóti og Heimsmeistaramóti frá því að Helmut Schön afrekaði það með Vestur-Þýskalandi á EM 1972 og HM 1976.

Del Bosque tók við spænska landsliðinu af Luis Aragones eftir að sá síðar nefndi gerði Spán að Evrópumeisturum 2008 og hefur náð frábærum árangri með liðið sem hefur verið það besta í heimi síðustu 4 árin.

Undir stjórn del Bosque hefur Spánn ekki tapað í 20 leikjum í röð í keppni auk þess sem liðið hefur ekki fengið á sig mark í 10 leikjum í röð í útsláttarkeppni stórmóts eða frá því á HM 2006 þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Frakklandi.

Del Bosque hefur staðið uppi sem sigurvegar bæði skiptin sem hann hefur stýrt Spáni á stórmóti en Helmut Schön þurfti að sætta sig við silfur á HM 1966 og EM 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×